LazyTown

Stína símalína ber nafn með rentu, hún er alltaf í símanum og finnst mjög gaman af kjaftasögum. Stína þarf að vita allt um alla og segir öllum það sem hún fréttir. Hún myndi gjarnan vilja vera drottning Latabæjar ef það væri í boði en mest af öllu vill hún vera virt af bæjarbúum.

Hún fylgist vel með nýjustu tísku og þykir óendanlega vænt um krakkana í Latabæ, þó svo að hún skilji þá ekki alltaf. Hún þykist ekki vita af tilfinningunum sem Baldur bæjarstjóri ber til hennar en skemmtir sér engu að síður við umleitanir hans, hann er nú einu sinni bæjarstjórinn í Latabæ!