LazyTown

Solla stirða er elskuleg og jákvæð stelpa sem býr hjá frænda sínum Baldri bæjarstjóra í Latabæ. Solla er mjög hrifin af Latabæ þar sem henni finnst bærinn bæði skrýtinn og skemmtilegur. Hún hefur mikla ánægju af dansi og söng og lítur upp til Íþróttaálfsins sem er hin orkumikla ofurhetja Latabæjar.

Það þarf ekki spyrja Sollu stirðu hver uppáhaldsliturinn hennar sé, það sést best á því að hún er alltaf í bleiku. Meira að segja er hárið á henni bleikt. Solla stirða er að uppgötva hver hún er sem persóna og vill vera meira samkvæm sjálfum sér.

Hún er jákvæð, forvitin og alúðleg stelpa sem er fær um að læra af mistökunum sínum. Hún sér lífið sem eitt stórt ævintýri þar sem hún getur reynt nýja hluti, kynnst nýjum vinum og stundum fengið að eyða tíma með ofurhetju eins og Íþróttaálfinum.