LazyTown

Halla hrekkjusvín er vandræðagemlingurinn í hópnum. Henni er illa við allar reglur og vill helst ekki fara eftir þeim. Hún hefur gaman af hrekkjum og á auðvelt með að hugsa út fyrir rammann. Halla fer sínar eigin leiðir með því að búa til nýjar reglur eða hefðir sem henta henni betur. Halla er þrjósk og skortir oft þolinmæði. Stundum finnst krökkunum að hún mætti róa sig aðeins. Hún er stöðugt að ögra öðrum en hún gerir það á ærslafullan og gamansaman máta.

Halla er snjöll og veit af því! Hún er einnig ofurhreinskilin og ef einhverjum liggur eitthvað á hjarta og henni finnst viðkomandi vera að fara eins og köttur í kringum heitan graut þá kemur hún sér beint að efninu og segir það sem viðkomandi var að hugsa, án nokkurra málalenginga. Halla hrekkjusvín álítur Sollu stirðu vera sinn besta vin jafnvel þó hún eigi það til að uppnefna hana „Sollu bleiku“.