LazyTown

Food & Beverage Promise

Að tileinka sér hollan lífsstíl getur oft virst erfitt og of flókið, sérstaklega þegar kemur að börnum. Matur og næring spilar þar stórt hlutverk sem og dagleg hreyfing. Góðar venjur ættu því að byrja frá unga aldri.

Allar vörur frá Latabæ eiga að hvetja börn og fjölskyldur þeirra til heilbrigðari lífsstíls á jákvæðan hátt.

Sex einfaldar reglur sem byggja á loforði Latabæjar:

  1. Matur og drykkir sem börn hafa gaman af að neyta
  2. Fjölbreytt fæða við hvert tækifæri
  3. Viðeigandi skammtastærðir
  4. Takmarkað magn af fitu, salti og sykri
  5. Án gervibragðefna, -sætuefna, og -litarefna
  6. Vítamínbætt og rotvarnarefni aðeins þegar við á

Eftirfarandi upplýsingar sem varða tiltekið innihald og hefur ekki verið minnst á í Loforði Latabæjar á matvælum og drykkjarvörum getur breyst án fyrirvara vegna nýrra gagna.

Nú sem stendur eru ákveðin aukaefni/innihald sem við biðjum leyfishafa um að skipta út fyrir meiri viðeigandi/náttúrlegri kost eða fjarlægja alveg. Eftirfarandi efni/innihald eru:

Transfitusýrur

Við hjá Latabæ biðjum framleiðendur að ganga úr skugga um að það séu engar viðbættar transfitusýrur í vörum þeirra (ath. í sumum vörum eins og t.d. kjöt- og mjólkurvörum geta verið transfitusýrur frá náttúrunnar hendi).

Bragðaukandi efni

MSG (Monosodium Glutamate) eða þriðja kryddið.

Kornsíróp með hátt hlutfall frúktósa (high fructose corn syrup)

Þó svo að rannsóknir standi ennþá yfir á HFCS höfum við hjá Latabæ fundið hjá viðskiptavinum okkar sterka þörf til þess að forðast vörur sem innihalda HFCS. Við viljum því ekki samþykkja neinar vörur sem innihalda HFCS.

Matur og drykkir sem börn hafa gaman af að neyta

Ef börnum líkar ekki maturinn, þá borða þau hann ekki. Öll sú holla næring sem fyrirfinnst í heiminum kemur að engu gagni ef börnin vilja ekki neyta hennar.  Oft og tíðum getur tekið allt að 8-13 tilraunir fyrir forráðamenn barna að kynna þeim fyrir nýjum tegundum af mat, þar til að þeim finnst hann vera góður. 

Latibær getur með skemmtun sinni og uppákomum átt auðveldara með að ná til barna sem eru hrædd við að prófa nýjan mat (food neophobia).

Matur og drykkir sem börn hafa gaman af að neyta – aftur og aftur!

Fjölbreytt fæða við hvert tækifæri

Næringarfræðingum ber ekki alltaf saman um allt en þeir geta allir verið sammála um að fjölbreytt fæða sé mjög mikilvæg. Góð næring byrjar á fjölbreyttu fæðuvali. Matur og drykkjarföng sem hafa verið þróuð í samvinnu við Latabæ byggja á fjölbreytni og hæfa hverjum matmálstíma. 

Fjölbreytt fæða úr öllum fæðuhringnum við hvert tækifæri!

Viðeigandi skammtastærðir

Meðal skammtastærðir hafa vaxið verulega á undanförnum árum sem þýðir að daglegur skammtur barna hefur talsvert fleiri hitaeiningar nú en áður. Þessar auknu skammtastærðir eru stór þáttur í aukinni offitu barna. Orkan er mæld í hitaeiningum (kaloríum) og því eru hitaeiningar einnig nauðsynlegar þegar mæla þarf viðeigandi skammtastærðir. Öll matvæli og drykkjarföng frá Latabæ skulu ávallt innihalda viðeigandi magn af hitaeiningum og gengið skal úr skugga um að skammtastærðir og hitaeiningamagn séu hollar börnum.

Viðeigandi skammtastærðir fyrir börn! Við teljum hitaeiningarnar svo að forráðamenn og börnin þeirra þurfi ekki að hafa áhyggjur af þeim.

Takmarkað magn af fitu, salti og sykri

Fita, salt og sykur eru ekki endilega slæm fyrir mann og í rauninni þurfa þessi efni að vera til staðar í fæðu barna, en hollt fæði inniheldur slíkt á náttúrulegan máta. Þó svo að fita, sykur og salt komi fyrir með náttúrulegum hætti þá getur þeim verið ofaukið þegar skammtastærðirnar eru í rangar, því er nauðsynlegt að finna ákveðið jafnvægi til þess að tryggja heilbrigði barnanna.

Í matvælum frá Latabæ skal ávallt vera eðlilegur og hollur skammtur af fitu, salti og sykri þar sem þess er gætt að börnin fái sína daglegu orkuþörf án þess þó að fara úr hófi fram. 

Við vitum að best væri að forðast það að bæta við fitu, salti og sykri og en stundum reynist nauðsynlegt að bæta vöruna til þess að fá krakka til þess að neyta hennar (á sama hátt og sumum finnst gott að smyrja brauð með smjöri; bæta við örlitlu salti til að bragðbæta grænmeti; dreifa smá sykri eða hunangi á morgunmatinn; eða nota sykur í heimatilbúnar sultur, hlaup eða aðrar geymsluvörur).

Mikilvægt er að hafa í huga hvaða tegund fitu og sykurs er notuð. Sem dæmi, þá leyfum við ekki notkun á viðbættri transfitusýru eða MSG og krefjumst þess að ef vara inniheldur sykur þá sé hann tilkominn með náttúrulegum hætti, eða þá að hann sé sem minnst unninn.

Réttar skammtastærðir – og réttar tegundir – af fitu, salti og sykri!

Án gervibragðefna, -sætuefna, og -litarefna

Þó svo að þessir þættir séu ekki strangt til tekið tengdir offitu barna þá vitum við að flestir forráðamenn barna myndu frekar kjósa matar- og drykkjarvörur án allra gerviefna. Þeir leita eftir vörum þar sem utan á umbúðum er tekið fram að varan sé án gerviefna og vilja síður gera málamiðlanir á því sviði. Latibær leggur hart að sér að uppfylla kröfur um að allar matar- og drykkjarvörur séu til fyrirmyndar og án gerviefna, svo að forráðamenn barna þurfi ekki að slaka á kröfum þegar kemur að því að velja mat sem börnum þeirra líkar.

Engin gerviefni – það vilja forráðamenn barna. Og við viljum uppfylla þær óskir.  

Vítamínbætt og rotvarnarefni aðeins þegar við á

Efnabæting er oft umdeild. Þrátt fyrir það, þá þykir oft nauðsynlegt að efnabæta vöru til þess að tryggja að börnin séu nógu vel nærð. Notkun rotvarnarefna getur einnig verið umdeild en þau eru notuð til að bæta geymsluþol matvæla þar sem aðrar aðferðir eins og kæling duga ekki til eins (t.d. fyrir brauðmeti).

Allar matar-og drykkjavörur frá Latabæ eru skoðaðar af skynsemi. Við spyrjum okkur, “Er það hollt fyrir börnin, í þessu tilfelli, að efnabæta vöruna eða nota rotvarnarefni?”

Rotvarnarefni skulu aðeins notuð þar sem nauðsyn ber til.

Efnabætt með vítamínum og steinefnum, aðeins þar sem það á við.